Látin lesa ljóð í refsingarskyni

Á þriðja tug ungmenna sem brutust inn hús sem bandaríska ljóðskáldið Robert Frost bjó eitt sinn í hefur verið gert að sitja námskeið í ljóðum hans í refsingarskyni. Ungmennin höfðu áfengi um hönd og héldu samkvæmi í húsinu og lögðu innanstokksmuni í rúst.

Ungmennina brutust inn á býli í Ripton í Vermont, þar sem Frost eyddi um 20 sumrum áður en hann lést 1963. Býlið er nú í eigu Middleburyháskólans, en það er á fáförnum slóðum.

Það var 17 ára fyrrverandi starfsmaður skólans sem ákvað að halda samkvæmi í húsinu í lok desember sl., en alls mætt um fimmtíu manns og fóru veisluhöldin úr böndunum.

Alls voru 28 manns, flestir á táningsaldri, ákærðir fyrir húsbrot.

Saksóknarinn, John Quinn, sagðist hafa farið fram á að ungmennin yrðu dæmd til að sitja námskeið um kveðskap Frosts því að hann hafi talið að ef þau kynntust ljóðum hans og framlagi hans til bandarískrar menningar myndu þau framvegis bera meiri virðingu fyrir eigum annarra, og ennfremur læra eitthvað nýtt.

Jay Parini, höfundur ævisögu Frosts, hefur tekið að sér kennsluna. Fyrsti tíminn var í síðustu viku, og mættu þá ellefu ungmennanna. Fyrsta ljóðið sem þau voru látin lesa var „The Road Not Taken.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes