Ók brunabíl próflaus í 20 ár

Japanskur slökkviliðsmaður, sem á 20 ára starfsferli hefur oft ekið slökkviliðsbílum og sjúkrabílum, var rekinn úr starfi þegar upp komst að hann hafði aldrei tekið bílpróf.

Fjölskylda mannsins vissi um prófleysið og kona hans eða börn óku honum á hverjum degi til vinnu og sóttu hann á kvöldin. Á slökkvistöðinni í borginni Takaoka ók maðurinn hins vegar bílum eins og ekkert hefði í skorist.

Upp komst um manninn í síðustu viku þegar hann var tregur til að sýna ökuskírteini við venjubundið eftirlit. Eftirlitsmaðurinn þreif þá af honum skírteinið og þá kom í ljós, að um var að ræða ökuskírteini föður mannsins.

Við skoðun á skýrslum slökkviliðsins kom í ljós, að á síðustu fimm árum hefur maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, ekið sjúkrabílum 309 sinnum og brunabílum 97 sinnum. Hann sagði yfirmönnum sínum, að hann hefði farið í ökuskóla en fallið á skriflegu prófi.

Borgaryfirvöld í Takaoka ákváðu að lækka laun slökkviliðsstjórans og næstráðenda hans í einn mánuði í refsingarskyni vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg