Því miður þú ert ekki til

Sextán ára gömul stúlka sem hefur búið í  Essex í Bretlandi alla sína ævi hefur verið sagt að því miður sé hún ekki til. 

Jade Jacobs-Brooks, sem á ekkert fæðingarvottorð né vegabréf, á engan möguleika að sanna hver hún er vegna mistaka sem urðu er hún fæddist í sumarleyfi foreldranna á Spáni.

Spænsk stjórnvöld gáfu út röng skjöl og án þess að vera með gilt fæðingarvottorð frá Spáni hefur henni ekki tekist að fá skráða fæðingu í bresku stjórnsýslunni.

Þetta kom henni verulega illa fyrir stuttu er hún ætlaði að sækja um vinnu með skóla. Var henni vísað frá þar sem hún gat ekki framvísað persónuskilríkjum, samkvæmt frétt á vefnum Ananova. 

„Það er ömurlegt að líða eins og þú sért ekki til í þessu landi. Líf mitt er á bið eins og staðan er núna. Ég fæ ekki vinnu, ekki ökuskírteini, get ekki ferðast til útlanda og ég get ekki gifst. Ég get ekki einu sinni farið í dagsferð til Frakklands," segir stúlkan og bætir við að hún sé reiðubúin til þess að gera hvað sem er til þess að fá viðurkenningu stjórnsýslunnar.

Jade fæddist þann 25. september 1991 á Veya Baja sjúkrahúsinu í nágrenni Alicante á Spáni er foreldrar hennar, Linda og Victor, voru í leyfi. Fjöldi mistaka leiddu til þess að þau fóru frá Spáni án löggiltra pappíra og hafa síðustu sextán árin reynt að leysa úr flækjunni.

Faðir hennar segir að sjúkrahúsið eigi engin gögn um fæðingu hennar svo ekki þýðir að leita þangað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes