Eyddi um 80 þúsund kr. í bjór á viku

AP

Ástralskur karlmaður, sem var nýverið ákærður í sjöunda sinn fyrir að aka undir áhrifum, eyddi um 80.000 kr. á viku í bjór, eða um 320.000 kr. á mánuði. Það er nóg til að kaupa 2.500 litlar bjórflöskur.

Maðurinn, sem starfar sem byggingarverkamaður, hóf að drekka stíft eftir að hann hætti með kærustunni fyrir fimm árum.

Dómari hefur bannað manninum að kaupa bjór í eitt ár. Honum er einnig meinað að halda á bjór. Dómarinn sýndi manninum, sem er fjögurra barna farðir, hins vegar miskunn og dæmdi hann ekki í fangelsi. Hann tók til greina að maðurinn hafði hætt að drekka frá því hann var síðast handtekinn.

Við dómsuppkvaðninguna gerði dómarinn hins vegar gys að uppáhaldabjórtegund mannsins Melboure Bitter. „Þetta er dómgreindarleysi í tvennum skilningi, þ.e. að drekka svona mikið og drekka Melbourne Bitter,“ hafa ástralskir fjölmiðlar eftir dómaranum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes