Klósettleki kom upp um spilltan embættismann

Spilltur kínverskur embættismaður hefur verið dæmdur til dauða eftir að leki á salerni leiddi til þess að uppvíst varð að hann hafði þegið mikið fé í mútur, að því er fréttastofan Xinhua greindi frá í gær.

Embættismaðurinn var yfirmaður samgöngumála í sýslu í suðvesturhluta Kína. Hann hlaut dóm fyrir að hafa alls þegið 22,3 milljónir yuan í mútur frá fyrirtækjum sem leggja vegi.

Maðurinn var handtekinn eftir að íbúi í sýslunni hafði samband við lögreglu í janúar og kvartaði vegna leka úr tómri íbúð fyrir ofan sig.

Lögreglumaður fór á vettvang til að kanna málið. Tóma íbúðin var í eigu umrædds embættismanns. Þar fann lögreglumaðurinn lekt klósett og sex pappakassa sem innihéldu 9,4 milljónir yuan.

Eiginkona embættismannsins var dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes