Mælir ekki með að giftast 86 konum

Mohammed Bello Abubakar, frá Nígeríu, ráðleggur mönnum að feta ekki í fótspor sín og eignast 86 eiginkonur.  Mohammed, fyrrum kennari og íslamskur prestur er 84 ára og býr í Nígeríu ásamt konum sínum og að minnsta kosti 170 börnum.  Hann segir að flestir karlmenn myndu gefast upp en Allah hafi hjálpað sér í gegnum þetta, og gefið honum kraft.  Mohammed segir að hann hafa ekki leitast eftir því að kvænast svona mörgum konum, heldur hafi þær leitað hann uppi vegna orðspors um lækningarmátt hans. 

Háttsettir múslímar í Nígeríu líkja Mohammed við leiðtoga sértrúarsafnaðar en samkvæmt lögum Íslam er leyfilegt að karlmenn giftist fjórum konum.  Mohammed hafnar því hins vegar og segir að í kóraninum sé ekki minnsta á neinar refsingar gegn því að eiga fleiri en fjórar konur. 

Að sögn fréttamanns BBC, sem heimsótti Mohammed og fjölskyldu hans, hófu konur hans og börn lofsöng þegar hann kom út úr húsi sínu.  Flestar konurnar eru helmingi yngri en hann, og sumar eru yngri en börn hans. 

Þær eiginkonur sem BBC ræddi við, sögðu Mohammed búa yfir lækningarmætti og að þær hafi farið til hans veikar, og að hann hafi læknað þær.

Mohammed og konur hans hafa enga atvinnu og ekki er ljóst hvernig hann framfleytir svo stórri fjölskyldu.  Hann neitar að segja til um hvernig hann þéni peninga til þess að kaupa mat handa öllum og segir „þetta allt koma frá guði."  

Ein eiginkvenna hans segir að Mohammed biðji börnin stundum um að fara og betla pening.  Að sögn BBC búa flestar kvennanna í niðurníddu húsi í Bida, en aðrar búa í Lagos, höfuðborg Nígeríu.  Mohammed bannar öllum í fjölskyldunni að taka lyf og segist ekki trúa því að malaría sé raunverulegur sjúkdómur.  Hann geti séð sjúkdóma á fólki og fjarlægt þá.

Íslamskur prestur í mosku í Abuja segir fullyrðingar Mohameds merki um villutrú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav