Popp bannað í bíóum í Bretlandi

poppkorn
poppkorn mbl.is/Golli

Vegna óbeitar margra bíógesta á poppkorni ætlar kvikmyndahúsasamsteypan Picturehouse Cinema í Bretlandi að bjóða upp á popplausar sýningar klukkan sjö á þriðjudögum í Norwich. Slái þetta í gegn verður poppið alveg bannað, eins og reyndar er nú þegar í sumum breskum kvikmyndahúsum. Þeir sem sækja popplausar sýningar eru fyrst og fremst áhugamenn um list og menntir, að sögn markaðsstjóra Curzon-samsteypunnar.

Ingi Úlfar Helgason, verkefnisstjóri hjá Sambíóum, kveðst ekki hafa heyrt að viðskiptavinir séu viðkvæmir fyrir lyktinni af poppinu, hávaðanum þegar menn kjamsa á því og óþrifnaðinum sem fylgir því. „Sjálfum finnst mér betra þegar popplyktin kemur á móti manni í bíó. En sérsýningar eru mögulegar komi fyrirspurnir frá kúnnanum um slíkt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes