Hæðin sem varð að fjalli

Hæð í Wales hefur verið skilgreind sem fjall eftir að þrír göngumenn sem fóru upp á hana komust að því að opinber mæling á henni var aðeins of lág.

Mynydd Graig Goch í Snowdonia taldist vera 1.998 fet (609 metrar), eða rétt undir tvö þúsund fetunum, sem er lágmarkið til að hæð verði að fjalli.

En göngumennirnir þrír komust að því að hæðin var í rauninni tvö þúsund fet og sex tommum betur (609,75).

Fréttavefur BBC segir þetta minna nokkuð á kvikmyndina The Englishman Who Went Up a Hill But Came Down a Mountain, þar sem Hugh Grant fór með aðalhlutverk.´

Myndin gerðist í Wales og fjallaði um baráttu þorpsbúa gegn tilraunum tveggja enskra kortagerðarmanna til að breyta fjallinu þeirra í hæð.

Nú standa vonir til þess að bresku landmælingarnar breyti kortum sínum þannig að nýja fjallið verði merkt á þau.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu stuðnings við fyrirætlanir þínar áður en þú leggur af stað. Gakktu á undan með góðu fordæmi og gefðu þeim sem ekki virðast eiga það skilið annan sjens.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu stuðnings við fyrirætlanir þínar áður en þú leggur af stað. Gakktu á undan með góðu fordæmi og gefðu þeim sem ekki virðast eiga það skilið annan sjens.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir