Þjófur sem iðrast gjörða sinna

Eigandi indverskrar matvöruverslunar í Bristol á Englandi hefur fengið bréf frá manni, sem er fyrrum fíkill, sem biðst afsökunar á því að hafa stolið sígarettum úr versluninni árið 2001. Í bréfinu var einnig að finna 100 pund, sem er greiðsla fyrir retturnar.

Imran Ahmed, sem er 27 ára og rekur verslunina Raja Foods í borginni, segist hafa orðið mjög hissar þegar hann sá bréfið.

„Kæru herrar, ég skrifa þetta bréf til að bæta fyrir eitthvað sem ég gerði á ykkar hlut í fortíðinni,“ segir í bréfinu. 

Ahmed segir að það sé afar jákvætt að þjófurinn hafi séð að sér og að hann hyggist gefa góðgerðarsamtökum féð.

„Fyrir um sjö árum þá gekk ég fram hjá búðinni ykkar síðla nætur og tók eftir því að einhver hafði brotist inn í hana,“ segir ennfremur í bréfinu.

„Ég nýtti mér þetta tækifæri til að fara inn í verslunina og stela 400 sígarettum. Peningarnir sem fylgja þessu bréfi (100 pund) eru greiðsla fyrir sígaretturnar sem ég stal frá ykkur.“

Þjófurinn tekur fram að hann hafi verið djúpt sokkinn í neyslu og líf hans hafi verið í rúst. Nú sé hann hins vegar hættur að neyta fíkniefna, hafi snúið við blaðinu og reyni nú að breyta rétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes