Ástarsaga úr helförinni uppspuni

Rós liggur við minningarskjöld um fórnarlömb helfararinnar á lestarteinum 17 …
Rós liggur við minningarskjöld um fórnarlömb helfararinnar á lestarteinum 17 (Gleis 17) á BerlinGrunewald stöðinni. Reuters

Bandarískur bókaútgefandi hefur afturkallað minningabók manns úr helförinni eftir að í ljós kom að mikilvægustu kaflarnir voru helber skáldskapur.

Bókin segir frá dvöl unglingsstráksins Herman Rosenblat í Schlieben, þýskum útrýmingarbúðum, og hvernig ung stúlka, Roma Radzicki, hafði vanið komur sínar að búðunum og fætt hann með því að kasta mat yfir girðinguna. Skömmu eftir stríðið flutti Rosenblat til New York, hitti Radzicki fyrir tilviljun og komst að því að hún væri stúlkan sem hefði hent til hans eplum og brauði. Þau urðu ástfangin og giftu sig.

Áreiðanleg gögn sýna að Rosenblat lifði vissulega af vist í þýskum útrýmingarbúðum en hinsvegar hafi hann ekki orðið ástfanginn af stúlku sem kastaði til hans mat. Hann og Radzicki kynntust á blindu stefnumóti í New York og giftu sig fyrir 50 árum.

Bókin, Angel at the Fence, var harðlega gagnrýnd eftir að fjöldi fræðimanna dró í efa mikilvæg atriði í sögunni, t.d. sögðu þeir að ómögulegt hefði verið að kasta mat yfir girðingarnar í Schlieben. Bókin átti að koma út í febrúar.

Saga Rosenblat hafði vakið mikla athygli og hafði hann m.a. komið fram í spjallþætti Opruh Winfrey. Í yfirlýsingu sagði Rosenblat að hann vildi færa fólki hamingju. „Ég færði mörgum von. Ég vildi reyna að búa til eitthvað gott í þessum heimi.“

Bókaútgáfan hefur krafist þess að Rosenblat og umboðsmaður hans skili fénu sem þeir höfðu fengið greitt fyrir söguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes