Hélt hann væri í Þýskalandi

Lögregla á Jótlandi stöðvaði í nótt þýskan vörubílstjóra á hraðbraut við Padborg skammt frá þýsku landamærunum en aksturslagið var einkennilegt. Í ljós kom, að bílstjórinn var ekki aðeins drukkinn heldur skildi hann ekkert í því að lögreglan talaði dönsku því hann hélt að hann væri í Þýskalandi.

Jótlandspósturinn hefur eftir lögreglu, að vörubílstjórinn hafði ekki gert sér grein fyrir því að hann hafði ekið yfir landamærin til Danmerkur. 

Áfengismælingar sýndu, að bílstjórinn var ekki í ökuhæfu ástandi. Hann var í morgun enn á lögreglustöð í  Aabenraa en þar þarf hann að greiða 150 þúsund króna sekt áður en hann fær að fara heim aftur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes