Tæklaði innrásar-kengúru

AP

Ástralskur karlmaður lenti í átökum við kengúru sem stökk í gegnum svefnherbergisgluggann heima hjá honum um miðja nótt. Maðurinn slasaðist ekki alvarlega, hlaut aðeins skrámur auk þess sem nærbuxurnar hans rifnuðu.

Beat Ettlin, eiginkona hans og dóttir reyndu að hlífa sér undir sænginni á meðan kengúran hoppaði á rúminu þeirra. Ettlin varð hins vegar að grípa til sinna ráða þegar dýrið stökk inn í herbergi ungs sonar hans, sem æpti af hræðslu.

Ettlin tókst að taka kengúruna hálstaki og draga hana að útidyrahurðinni þar sem honum tókst að ýta dýrinu út. Það var svo fljótt að láta sig hverfa út í myrkrið, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Ettlin segir að dýrið hafi verið svipað honum að hæð, eða um 175 cm. Hann segir kengúran hafi skemmt mörg húsgögn og atað blóði út um alla veggi er hún stökk á milli herbergja, en hún særðist þegar hún stökk í gegnum rúðuna.

„Ég hélt bara sænginni yfir höfðinu og fann hvernig kengúran hoppaði ofan á okkur,“ sagði Verity Beman, eiginkona Ettlins.

Að hennar sögn er eiginmaðurinn „hetja í Bonds-nærfötum“, en hún vísar til vinsællar nærfatategundar í Ástralíu.

Ettlin taldi í fyrstu að brjáluð ninja hefði brotið sér leið í gegnum herbergisgluggann, en svo var ekki.

Að sögn sérfróðra manna er afar sjaldgæft að kengúrur ráðist inn á heimili fólks. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant