Var Víga-Styrs saga rétt svar?

Lið Fljótsdalshéraðs í sjónvarpsþættinum Útsvar.
Lið Fljótsdalshéraðs í sjónvarpsþættinum Útsvar.

Lið Fljótsdalshéraðs tapaði sem kunnugt er fyrir liði Kópavogs í lokaþætti Útsvars sl. föstudag. Munaði fimm stigum á liðunum. En margir velta nú fyrir sér hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá dómaranum að gefa rangt fyrir svar Héraðsbúa við spurningu um berserkina Halla og Leikni sem hraunið á Snæfellsnesi er kennt við.

Spurt var í hvaða sögu sagt væri frá drápi berserkina sem Berskerkjahraun er kennt við og svöruðu Fljótsdælingar Víga-Styrs sögu. Um var að ræða næstsíðustu spurninguna og dugði Kópavogsmönnum að velja í lokin fimm stiga spurningu til að tryggja sér sigur sem þeir og gerðu. En hefðu Héraðsbúar hreppt 15 stig fyrir svarið myndu Kópavogsmenn hafa þurft að taka meiri áhættu en fimm stig í síðustu spurningunni.

„Ég vissi að frásögnin var í Eyrbyggja sögu en var samt ekki alveg viss og mundi að það var Víga-Styr sem drap þá,“ segir Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi. „Það hafa nokkrir haft samband við mig og bent mér á að til er saga sem heitir Víga-Styrs saga og Heiðarvíga og þar er þessi frásögn.“

Þorsteinn segir að ekki verði um eftirmál að ræða. „Dómarinn ræður, enginn vefengir ákvörðun hans. Ég vil alls ekki að við lítum út fyrir að vera tapsár!“ segir hann.

Þorsteinn á sjálfur útgáfu frá 1909 þar sem titillinn er Víga-Styrs saga og Heiðarvíga. En stundum er sögunum tveim steypt saman og eingöngu notað nafnið Heiðarvíga saga. Sagan af Víga-Styr brann í Kaupmannahöfn 1728 en Jón Grunnvíkingur ritað hana upp eftir minni.

Tvö rétt svör en ekki þrjú

„Það var tekið fram að við hefðum líka gefið rétt fyrir svarið Heiðarvíga saga,“ segir dómarinn í Útsvari, Ólafur B. Guðnason. „Það má deila um þetta eins og annað en Víga-Styrs saga er raunverulega ekki til, hún er venjulega hengd framan við Heiðarvíga sögu.

Það er hægt að þræta um allt í Íslendingasögunum en mín skoðun var að það væru bara tvö rétt svör. Þetta er mín skoðun en auðvitað bara geðþóttaákvörðun mín líka, að Eyrbyggja saga sé rétt svar og Heiðarvíga saga líka. Ég hefði sennilega gefið rétt fyrir það líka ef hann hefði sagt Víga-Styrs saga og Heiðarvíga,“ segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg