Tóku leigubíl frá Tékklandi til Danmerkur

Danir leggja á sig erfiðar rútuferðir til að sjá áströlsku …
Danir leggja á sig erfiðar rútuferðir til að sjá áströlsku þungarokkssveitina AC/DC. Reuters

Fastagestir á veitingahúsi í Ringe í Danmörku litu undrandi upp úr bjórkollunum í gær þegar hópur karlmanna kom þar inn eftir nokkuð langa leigubílaferð - alla leið frá Prag í Tékklandi.

Danska blaðið Fyens Stiftstidende segir frá þessu í dag. Sjö vinir höfðu fengið afar gott pakkatilboð á tónleika AC/DC í Prag. Þeir greiddu 2500 danskar krónur hver, um 50 þúsund íslenskar krónur, og innifalin var rútuferð frá Kolding til Prag og heim aftur. 

En rútuferðin til Tékklands var ekki sérlega þægileg.  „Miðstöðin var ónýt og við sátum eins og mörgæsir í rútunni á leiðinni þangað niðreftir. Það hefði alveg eins getað staðið „mörgæsir" utan á rútunni," hefur blaðið eftir William Kristensen, einum úr hópnum.

Þeim leist því ekki á að fara aftur með rútunni heim og ákváðu að  borga leigubílstjóra 8000 krónur, jafnvirði 160 þúsund íslenskra króna, til að aka þeim aftur heim til Danmerkur, 941 km leið. 

Á leiðinni heim fór leigubíllinn, stór Mercedes Benz með lúxusinnréttingu, fram úr rútunni þar sem aðrir danskir tónleikagestir hírðust í kulda og trekki.

„Við veltu fyrir okkur að „moona" þegar við fórum framhjá en gerðum það ekki," segir Kristensen. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes