Auðjöfur í mál við hjákonuna

Frá Hong Kong.
Frá Hong Kong. Reuters

Auðjöfur í Hong Kong hefur höfðað mál á hendur hjákonu sinni vegna samningsbrota. Hann segir að þau hafi náð samkomulagi um að hún myndi ekki sænga hjá öðrum karlmönnum á meðan þau væru saman.

„Skókóngurinn“ Patrick Tang, sem er 66 ára, krefst þess að hjákonan, hin 39 ára gamla Karen Lee, skili eignum að verðmæti 160 milljóna íslenskra kr. Dagblaðið The Standard greinir frá þessu og vísar til dómsskjala.

Tang, sem er kvæntur, segir að Lee hafi brotið kynlífssamkomulagið þegar hún fór að halda fram hjá honum með  23 ára gömlum manni, Wong Cheung-fat, sem jafnframt er fyrrum herra Hong Kong.

Samkvæmt samkomulaginu keypti Tang nokkrir eignir handa hjákonunni á milli áranna 2002 og 2005, og nú vill hann að hún skili þeim.

Tang og Lee, sem kynntust árið 2002, eiga saman eitt barn sem fæddist árið 2004.

Fjölmiðlar í Hong Kong fjölluðu mikið um samband Wong og Lee, en þar í borg er einkalíf fræga og ríka fólksins stöðugt undir smásjánni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að hafa hlutina í jafnvægi svo gættu þess að forgangsraða rétt til þess að ná árangri. Horfðust í augu við það sem þú forðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að hafa hlutina í jafnvægi svo gættu þess að forgangsraða rétt til þess að ná árangri. Horfðust í augu við það sem þú forðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir