Þriðjudagur erfiðastur vinnudaga

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Mánudagur hefur misst sæti sitt sem versti dagur vikunnar, ef marka má nýlega rannsókn sem unnin var fyrir framleiðanda Bimuno fæðubótarefnisins í Bretlandi. Kom í ljós að ríflega helmingur þrjú þúsund þátttakenda notuðu mánudaginn til að „komast í réttan gír“ fyrir vikuna og slúðra um helgina á samskiptavefjum. Alvara lífsins hefst ekki fyrr en á þriðjudegi.

Rétt fyrir hádegi á þriðjudegi er álagið hvað mest, að sögn Grahams Waters hjá fæðubótarfyrirtækinu. Þá átta starfsmenn sig á því að vikan verður annasöm og tíminn til stefnu er naumur. Einnig kom í ljós að starfsmenn eru líklegastir til að sleppa hádegismat á þriðjudögum og nýta tímann til að vinna.

Það er breska dagblaðið Daily Telegraph sem greinir frá.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes