Því miður í vitlausu landi

Það er betra að kanna hvert leið liggur áður en …
Það er betra að kanna hvert leið liggur áður en lagt er af stað í ferð sem laumufarþegi Reuters

Nítján ára gamall Afgani, sem lagði á sig 30 klukkustunda ferðalag frá Aþenu í Grikklandi, í felum undir langferðabifreið í þeirri von að komast til fyrirheitna landsins, Ítalíu, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann fannst undir bifreiðinni að hann hefði farið með rangri rútu - og var kominn til Póllands.

Maðurinn, sem faldi sig nálægt gírkassa bifreiðarinnar og var festur við hana með belti, fannst þegar pólskur bifvélavirki var að yfirfara rútuna.  „Ítalía" spurði ungi maðurinn þegar honum var bjargað undan bifreiðinni eftir 2.800 km ferðalag. En því miður - hann var staddur í Nowa Deba í suðurhluta Póllands þar sem hann hafði falið sig undir rangri bifreið á bifreiðastöðinni í Aþenu.

Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem fann manninn var hann ískaldur, uppgefinn og sársvangur en samt heill heilsu þrátt fyrir að hafa ferðast undir bifreiðinni í gegnum Makedóníu, Serbíu, Ungverjaland og Slóvakíu.
Maðurinn var ekki með neina pappíra á sér en segist vera frá Kabúl í Afganistan og heita Yahiya. Hann verður í haldi pólskra yfirvalda þar til örlög hans verða ráðin, það er hvort hann verður sendur aftur til Afganistan eða Grikklands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren