Í mál vegna gallaðra sæðisfruma

Þrettán ára gömul bandarísk stúlka hefur höfðað skaðabótamál gegn sæðisbanka fyrir að selja móður stúlkunnar gallað sæði. Stúlkan fæddist með erfðasjúkdóm, svonefnt Martin-Bell heilkenni, sem veldur þroskahömlun.

Dómarinn Thomas O'Neill hefur heimilað að málið gegn sæðisbankanum Idant Laboratiories sé tækt til meðferðar. Það þýðir, að hægt er að sækja sæðisbanka til saka fyrir galla í vörunni sem þeir selja, á sama hátt og hægt er að stefna bílaframleiðendum fyrir gallaða bíla.

Bandaríska tímaritið New Scientist fjallar um málið. Þar kemur fram að Brittany Donovan, hafi fæðst með umrætt heilkenni og erfðafræðilegar rannsóknir sýna, að hún hefur erft þennan sjúkdóm frá líffræðilegum föður sínum. 

New Scientist segir, að falli dómur í málinu Brittany í vil muni opnast flóðgáttir í bandaríska réttarkerfinu.  

New Scientist

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes