Bo á leiðinni í Hvíta húsið

Hundurinn Bo mun að öllum líkindum flytja inn í Hvíta húsið í næstu viku. Hann er sex mánaða gamall, svartur og hvítur að lit og af tegundinni portúgalskur vatnahundur.

Þegar forsetakosningabaráttan stóð sem hæst lofaði Barack Obama dætrum sínum að þær fengju hund. Leitin að rétta hundinum hefur þó verið erfið þar sem hin 10 ára gamla Malia þjáist af hundaofnæmi. Portúgalskir vatnahundar fara hinsvegar lítið sem ekkert úr hárum og mun það draga verulega úr ofnæmisviðbrögðum Maliu.

Það var hinsvegar ekki Obama sjálfur sem keypti hundinn heldur er hann gjöf frá góðvini fjölskyldunnar, öldungadeildarþingmanninum Edward Kennedy, en hann á einmitt þrjá hunda af sömu tegund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav