Brúðkaup í þyngdarleysi

Erin Finnegan og Noah Fulmor standa fyrir framan brúðarkjól Finnegan …
Erin Finnegan og Noah Fulmor standa fyrir framan brúðarkjól Finnegan í New York. En blásið var til blaðamannafundar til að greina frá hinu óhefðbundna brúðkaupi. Reuters

Bandarískt par, sem býr í New York, hyggst bregða út af vananum síðar í þessum mánuði þegar það gengur í það heilaga í þyngdarleysi. Segja má að parið verði bókstaflega í sjöunda himni.

Noah Fulmor og Erin Finnegan munu svífa í lausu lofti þegar þau játast hvort öðru í sérútbúinni flugvél af gerðinni Boeing 727-200. Vélin mun takast á loft frá Kennedy geimferðarmiðstöðinni á Kanaveralhöfða þann 20. júní nk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu Zero Gravity Corporation.

Fulmor og Finnegan verða þau fyrstu sem verða gefin saman í þyngdarleysi segir jafnframt í tilkynningunni frá fyrirtækinu, sem býður upp á slíkar ferðir.

Í vélinni skapast svipaðar aðstæður og er að finna á Mars eða á tunglinu, þ.e. hvað varðar þyngdarleysi.

Flugvélaskrokkurinn er eitt stórt leikherbergi að sögn talsmanna fyrirtækisins. Dýnur og mjúkir veggir eru allsstaðar til að koma í veg fyrir að fólk meiðist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg