Lögreglan rannsakar Evróvisjón atkvæðagreiðslu

Armensku keppendurnir í ár, þær Inga og Anush.
Armensku keppendurnir í ár, þær Inga og Anush. Reuters

Lögreglan í Aserbaídsjan hefur yfirheyrt hóp fólks í landinu sem kaus nágrannaríkið Armeníu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor.

Einn hinna yfirheyrðu segir í samtali við breska ríkisútvarpið að hann hafi verið sakaður um að hafa verið óþjóðrækinn og að þetta hafi mögulega ógnað öryggi þjóðarinnar. Lag Armena í ár hét „Jan Jan“.  

Yfirvöld í Aserbaídsjan segja hins vegar að fólkið hafi einfaldlega verið beðið um að útskýra hvers vegna það hafi kosið Armena.

Ríkin deildu á tíunda áratugnum um hið umdeilda hérað Nagorno-Karabakh.

Alls eru 43 Aserar sagðir hafa greitt Armenum sitt atkvæði í keppninni. Ekki liggur fyrir hversu margir þeirra hafa verið yfirheyrðir.

AySel og Arash kepptu fyrir hönd Aserbaídsjan í ár.
AySel og Arash kepptu fyrir hönd Aserbaídsjan í ár. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes