Báðust afsökunar á fréttaklúðri

Neil Armstrong (t.v.) sést hér ásamt Michael Collins og Edward …
Neil Armstrong (t.v.) sést hér ásamt Michael Collins og Edward „Buzz“ Aldrin. Reuters

Tvö dagblöð í Bangladess hafa beðist afsökunar á því að hafa birt frétt sem birtist upphaflega á bandarískum háðsádeiluvef. Þar var fullyrt,  að tunglferðirnar hafi verið sviðsettar.

Dagblaðið Manab Zamin greindi frá því að bandaríski geimfarinn Neil Armstrong hefði sagt á blaðamannafundi að tungllendingin hefið verið eitt stórt sjónarspil. Hefði mörgum brugðið við þessar yfirlýsingar geimfarans.

Dagblaðið New Nation fylgdi svo í kjölfarið og birti samskonar frétt. Hvorugt dagblaðið gerði sér grein fyrir því að vefsíða  The Onion, sem minnir á vef Baggalúts, væri ekki ósvikinn fréttavefur.

Nú hafa forsvarsmenn dagblaðanna beðið lesendur sína velvirðingar á þessum mistökum.

„Við héldum að þetta væri satt og því birtum við þetta án þess að fá þetta staðfest,“ segir aðstoðarritstjórinn Hasanuzzuman Khan í samtali við AFP-fréttastofuna.

„Við vissum ekki að The Onion væri ekki alvöru fréttasíða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes