Fyrst á klósettið - síðan um borð

Flugvél All Nippon
Flugvél All Nippon

Japanskt flugfélag hefur tekið markmið sitt um að draga úr þyngd flugvéla í flugi upp í nýjar hæðir með því að biðja flugfarþega á einhverjum áætlunarleiðum sínum um að fara á salernið áður en farið er um borð.

Þessi óvanalega beiðni er ein af þeim leiðum sem All Nippon flugfélagið hefur gripið til í þeim tilgangi að draga úr eldsneytiskostnaði.

Áætlar flugfélagið að ef um helmingur flugfarþega fer á klósettið fyrir flug þá sé hægt að draga úr koltvísýringslosun um 4,2 tonn á mánuði, að sögn talsmanns All Nippon, Megumi Tezuka.

All Nippon ætlar einnig að endurnýta pappamál og plastflöskur og nota  matarprjóna unna úr viði frá skógum sem verið er að grisja. Með þessu vonast félagið til þess að leggja náttúrunni enn frekar lið en áður.

Flugfélagið hefur gripið til ýmissa ráða til þess að draga úr þyngd flugvéla, svo sem með því að draga úr þykkt tímarita sem eru í boði, léttari gaffla og skeiðar sem og léttari vagna undir söluvarning um borð.

All Nippon var rekið með tapi á síðasta rekstrarári og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sex ár. Félagið er ekki það eina sem lítur til salerna hvað varðar sparnað. Má þar nefna hugmyndir Ryanair um að krefja farþega um greiðslu fari þeir á klósettið um borð í flugvélum félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg