Palin lygari ársins

Ný ævisaga Söruh Palin.
Ný ævisaga Söruh Palin. Reuters

Sarah Palin, forsetaframbjóðandi repúblikana í fyrrahaust, hlýtur þann vafasama heiður að hljóta titilinn lygari ársins fyrir þau ummæli að heilbrigðisfrumvarp Baracks Obama Bandaríkjaforseta feli í sér „dauðanefndir“. Það er vefsíðan PolitiFact sem stendur fyrir valinu.

Ummæli Palin vöktu gríðarlega athygli en þau voru svohljóðandi:

„Foreldrar mínir eða barnið mitt sem hefur Down-heilkennið munu þurfa að standa frammi fyrir dauðanefndum Obamas svo að bírókratar hans geti ákveðið hvort þau eigi heilbrigðisþjónustu skilið,“ sagði Palin og kveikti þar með efasemdir hjá mörgum Bandaríkjamönnum um hvert forsetinn væri að fara.

Aðstandendur vefsíðunnar PolitiFact.com fóru ofan í saumana á þessari fullyrðingu og komust að því að dauðanefndirnar ættu sér enga stoð í raunveruleikanum.

Palin hefur þá náðargjöf að geta spilað á fjölmiðla og umfjöllun þeirra en minnst var á ummælin 6.000 sinnum næstu tvo mánuðina eftir að þau féllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes