Símaskriftir mæta gagnrýni

Ekki eru allir sáttir við símaskriftir.
Ekki eru allir sáttir við símaskriftir. Reuters

„Viljirðu ráðgjöf um skriftir ýttu á einn. Viljirðu skrifta ýttu á tvo. Til að hlusta á dæmi um skriftir ýttu á þrjá,“ segir róandi karlmannsrödd símaþjónustu sem stendur kaþólikkum í Frakklandi til boða.

Símaþjónustan, sem nefnist Le Fil du Seigneur - eða Lína Drottins, býður upp á skriftir gegn greiðslu og hefur mætt mikilli gagnrýni hjá frönskum biskupum. Sendu þeir raunar frá sér yfirlýsingu eftir nýlega ráðstefnu um að símalínan njóti ekki velvilja kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi. 

Símaþjónustunni var komið á fót í upphafi föstu í byrjun febrúarmánaðar en að henni stendur hópur kaþólikka sem starfa fyrir AABAS, lítið fyrirtæki sem sér um símsvörun.

Ekki er boðið upp á syndaaflausn, sem eingöngu prestar geta veitt. „Hugmyndin er sú að hægt sé að skrifta fyrir minniháttar syndir, ekki höfuðsyndir,“ sagði Camille sem ekki vildi að eftirnafn sitt yrði gefið upp vegna hótana sem henni hafa borist sem hugmyndasmiður Línu Drottins.

Um 300 símtöl bárust fyrstu vikuna sem línan var opin. En þeir sem hringja inn ræða ekki við rödd á hinum enda línunnar heldur stendur þeim til boða „andrúmsloft guðrækni og íhugunar“.Auk þess sem þeir geta hlýtt á bænir, tónlist og skriftir annarra sem og að taka upp sínar eigin skriftir.

„Í þeim tilfelli alvarlegra synda og jafnvel dauðasynda - það er synda sem hafa útskúfað viðkomandi frá Drottni, er ómissandi að skrifta hjá presti,“ eru hins vegar viðvörunarorð símaþjónustunnar sem rukkar tæpar 60 kr. fyrir mínútuna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes