Fyrirmyndar auðmaður

Ævisaga Carlos Slim, ríkasta manns í heimi, er ný komin …
Ævisaga Carlos Slim, ríkasta manns í heimi, er ný komin út. Reuters

Mexíkóski auðjöfurinn Carlos Slim er talinn ríkasti maður í heimi. Hann lætur það þó ekki stíga sér til höfuðs heldur skammtar sér aðeins um 24 þúsund Bandaríkjadala í mánaðarlaun. Það jafngildir tæpum þremur milljónum íslenskra króna sem blikna, ef svo má segja, í samanburði við hefðbundin auðmannalaun. 

Slim sló Bill Gates úr toppsæti ríkustu manna heims á þessu ári. Hann er 70 ára gamall og eru eignir hans metnar á um 53,5 milljarða bandaríkjadala. Fyrir þá upphæð gæti hann auðveldlega keypt sér rándýra lúxusbíla en þess í stað ekur hann um á Chevrolet Suburban.

Slim gaf nýlega út ævisögu sína. Þar kemur m.a. fram að hann hafi staðið í viðskiptum frá blautu barnsbeini. Þannig hófst viðskiptaferill hans með sælgætissölu þegar hann var aðeins tíu ára gamall.

Þeir sem þekkja til Carlos Slim segja hann lifa mjög einföldu lífi. Hann hafi aldrei verið gefinn fyrir prjál né flottræfilshátt. Maðurinn sé nokkurs konar fyrirmyndar-auðmaður.

Slim er verkfræðingur að mennt og kominn af vel stæðri fjölskyldu. Hann ólst upp í Mexíkó en faðir hans kemur frá Líbanon.

Helst hefur hann beint sjónum sínum að fjarskiptamarkaði en árið 1990 keypti hann Telmex símafyrirtækið sem áður hafði verið ríkisrekið.

Vegur hans hefur síðan aukist mjög í viðskiptum. Gaman er að segja frá því að Slim segist passa sig á því að stunda aldrei viðskipti við pólitíkusa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg