„Heimskur heimskari á ferð"

Kyrkislanga - að vísu ekki Boris
Kyrkislanga - að vísu ekki Boris Reuters

Tveir ungir karlar lentu í átökum við slöngu á McDonald's stað í Ástralíu nýverið. Höfðu þeir stolið slöngunni Boris, sem er 1,5 metri að lengd, úr gæludýraverslun í Melbourne og var slangan afar óánægð með að hafa verið fjarlægð úr búri sínu.

„Í hreinskilni sagt þá er þetta bara heimskur heimskari mál," sagði lögregluforinginn Andrew Beams í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina. 

Þeir sem fara með 1,5 meters langa kyrkislöngu með sér á McDonald's eru einfaldlega heimskir, bætti hann við.

Gestir á veitingastaðnum fylgdust hins vegar forviða með þegar félagarnir,s sem eru 22 og 24 ára, slógust við slönguna Boris á veitingastaðnum.

Eigandi gæludýrabúðarinnar hefur heimt Boris úr helju og segir hann afar viðkunnanlegan en þoli illa ef ekki er farið almennilega með hann. „Honum var kalt og hann var taugaóstyrkur þannig að ég setti hann í tank þar sem hann er hlýna á ný. Ég er bara svo ánægð að endurheimta hann," segir konan sem á gæludýraverslunina.

„Heimskur, heimskari“, hafa hins vegar verið ákærðir fyrir innbrot og þjófnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg