120 kusu Andrés Önd

Andrés Önd komst ekki á þing að þessu sinni. Gengur …
Andrés Önd komst ekki á þing að þessu sinni. Gengur bara betur næst. AP

Hvað eiga Andrés Önd, Gústaf Svíakonungur og Guð almáttugur sameiginlegt? Jú, þeir fengu allir atkvæði í sænsku þingkosningunum. Yfirkjörstjórnin hefur greint frá þessu.

Sænskir kjósendur mega skila handskrifuðum atkvæðaseðlum þegar þeir taka þátt í kosningum. Á seðilinn skrifa þeir, í flestum tilvikum, nafn þess flokks sem þeir styðja. Það kemur hins vegar fyrir að önnur nöfn dúkki upp á seðlunum. Í ár var engin undantekning.

Sjálfur Andrés Önd fékk 120 atkvæði í kosningunum, sem fóru fram á sunnudag. „Flokkurinn minn“ fékk fjögur atkvæði, „Ég sjálfur“ fékk tvö sem og Jesús Kristur og Guð.

„Konungurinn“ fékk þrjú atkvæði, eða einu atkvæði meira en „almenn skynsemi í Svíþjóð“, sem var reyndar skrifað á ensku á kjörseðlana.

Ekki má gleyma Harry Potter, Mikka Mús og flokk letihauga, sem fengu eitt atkvæði hver.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant