365 maraþonhlaup á 365 dögum

Stefaan Engels.
Stefaan Engels.

Belgískur hlaupari setti í dag heimsmet í að hlaupa flest maraþonhlaup í röð.

Stefaan Engels, sem er 49 ára, hljóp 365 maraþonhlaup á jafnmörgum dögum. Síðasta hlaupinu lauk hann í dag í Barcelona á Spáni en hann hóf heimsmetstilraunina í borginni fyrir réttu ári. 

„Ég lít ekki á maraþonárið mitt sem kvöl. Þetta var bara venjulegt starf," segir Engels á heimasíðu sinni. 

Engels, sem kallaður hefur verið Maraþonmaðurinn, lauk heimsmetsárinu með því að hlaupa sjö hlaup í sjö löndum.  Alls lagði hann að baki 15.401 kílómetra á árinu. 

Fyrra metið átti Japaninn Akinori Kusuda, sem hljóp 52 maraþonhlaup í röð árið 2009. Kusuda var þá 65 ára. 

Engels hefur áður fengið nafn sitt skráð í heimsmetabók Guinness. Árið 2008 keppti hann í 20 járnkarlskeppnum á einu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant