Smyglaði risaeðlu til Bandaríkjanna

Beinagrind af Tyrannosaurus Bataar.
Beinagrind af Tyrannosaurus Bataar.

 Karlamaður frá Flórída var í gær ákærður fyrir að hafa smyglað steingerðum risaeðlum til Bandaríkjanna. Meðal þess sem maðurinn var í með í farangrinum var heilleg beinagrind af eðlunni Tyrannosaurus Bataar frá Mongólíu.

Eric Prokopi, segist vera sjálflærður fornleifafræðingur sem verslar með bein úr risaeðlum. Hann var handtekinn á heimili sínu og í kjölfarið ákærður fyrir smygl og verslun með þýfi. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisdóm.

Saksóknari segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að maðurinn stundaði einn og óstuddur ólöglega verslun með forn bein. Fyrr á árinu hafði beinagrindin heillega af Tyrannosaurus Bataar-eðlunni verið gerð upptæk en hún hafði selst á uppboði fyrir 1 milljón dali. Mongólsk stjórnvöld segjast eiga beinagrindina.

Lögmaður Prokopis segir að hann hafi ekki gert neitt rangt. Hann eigi beinagrindina af eðlunni enda hafi hann eytt löngum tíma og miklum peningum í að setja hana saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg