Sjötugur afi situr fyrir í kvenfötum

„Hvers vegna ætti það að vera ótækt fyrir einhvern eins og mig að klæðast kvenmannsfötum? Fyrirsætustörfin mín hafa hjálpað barnabarninu mínu og ég hef engu að tapa.“ Þetta segir 72 ára gamall Kínverji sem hefur slegið í gegn sem netfyrirsæta, en fötin sem hann klæðist eru hönnuð fyrir ungar konur.

„Myndatökurnar veittu okkur mikla gleði. Ég er gamall og það eina sem skiptir mig máli er að vera hamingjusamur,“ segir fyrirsætan Liu Xianping. Barnabarn hans er tískuhönnuður og rekur netverslunina Yuekou. Síðan afi hennar byrjaði að sitja fyrir í hönnun hennar hefur salan fimmfaldast. 

„Hann tók upp eina flík og reyndi að gefa mér einhver ráð um hvað færi vel með henni og hverju ég gæti púslað saman. Okkur fannst þetta skemmtilegt, svo við byrjuðum að taka myndir af honum,“ segir fatahönnuðurinn, sem kallar sig Ms. Lv, um hvernig samstarfið við afa hennar hófst. 

Liu virðist sannarlega hafa fundið sig í fyrirsætuhlutverkinu, hann geislar af sjálfstrausti  fyrir framan myndavélina og erfitt er að ímynda sér að ungar kvenfyrirsætur myndu bera fötin betur. 

Liu og dótturdóttir hans vissu svo sem ekki við hverju þau ættu að búast, en raunin varð sú að afinn sló í gegn. Netverjar elska hann og dást að því hvað hann sé töff og frjálslyndur með góðan húmor og tískuvitund og ekki síst vekja langir, grannir leggir hans öfund sumra. 

Nánar má skoða hönnunina og fyrirsætustörf afans á heimasíðu tískumerkisins Yuekou.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg