Jens Stoltenberg keyrir leigubíl

„Í starfi mínu sem forsætisráðherra er mikilvægt að heyra hvað fólki finnst í alvöru. Og ef það er einhver staður þar sem fólk virkilega segir hug sinn, þá er það í leigubíl.“ Þetta segir Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í upphafi myndskeiðs sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag.

Forsætisráðherrann er virkur á samfélagsmiðlum en á föstudaginn var gekk hann skrefi lengra til að blanda geði við almenning og settist undir stýri á leigubíl sem ók um miðborg Óslóar.

Stoltenberg kynnti sig ekki að fyrra bragði fyrir farþegunum en meðfylgjandi upptöku, úr öryggismyndavél sem beint er í aftursætið, má sjá viðbrögð fólks þegar það veltir því fyrir sér hvort það geti virkilega verið að leigubílstjórinn sé svona líkur forsætisráðherranum:

Flestum virðist líka þetta uppátæki forsætisráðherrans vel og fær hann mikið hrós fyrir á Facebook síðu sinni.

„Ég er kannski ekki besti ökumaður í heimi, en það var gaman að prófa sig sem leigubílstjóri,“ segir Stoltenberg.

Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs.
Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes