Englar eru til en hafa ekki vængi

Þeir líta ekki svona út, englarnir. Þeir eru ekki feit …
Þeir líta ekki svona út, englarnir. Þeir eru ekki feit smábörn og hafa enga vængi.

Englar eru til en þeir hafa enga vængi. Þetta segir helsti englasérfræðingur kaþólsku kirkjunnar. Hann segir engla nú aftur komna í tísku, þökk sé nýaldarsinnum.

„Ég held að kristnir hafi uppgötvað englana á ný,“ segir presturinn Renzo Lavatori  við AFP-fréttastofuna á ráðstefnu um engla sem fram fór í Rómarborg.

„Maður sér engla ekki endilega en finnur frekar fyrir nærveru þeirra,“ segir Lavatori og bætir við: „Þeir eru eins og sólarljós sem þú sérð brotna í gegnum kristalsvasa.“

Oft eru englar sýndir á myndum sem búlduleit börn með vængi. Lavatori segir þá alls ekki líta þannig út. „Englar hafa ekki vængi og líta ekki út eins og börn,“ segir hann.

Lavatori er ekki aðeins sérfræðingur í englum heldur einnig djöflum. Hann segir að sjaldan hafi verið jafn mikil þörf fyrir englana og nú vegna efnishyggju í samfélaginu sem hefur „opnað dyr“ fyrir djöfulinn.

„Djöfulleg öfl hafa meiri áhrif nú. Það er þess vegna sem sjá má raðir fólks fyrir utan skrifstofur særingarmanna kirknanna.“

Hann segir Frans páfa tala meira um djöfla en engla. Það sé rétt af honum. „En hann hefur ekki verið lengi að, hann mun snúa sér að englunum líka.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes