Pandabjörn eignaðist þríbura

Dýragarður í Kína hefur nú birt myndskeið sem sýnir nýfædda pönduhúna en það sem er sérstaklega merkilegt við þá er að þeir eru þríburar. Þetta eru fyrstu pönduþríburarnir sem vitað er um að hafi lifað svona lengi en þeir eru nú 15 daga gamlir. Hefur fæðing þeirra verið kölluð kraftaverk en pöndur eru í stöðugri útrýmingarhættu og fjölga sér hægt.

Móðir þríburana, sem heitir Juxiao,eignaðist þríburana í dýragarðinum í Guangzhou snemma morguns 29. júlí. Fæðingin var erfið og tók fjóra tíma. Juxiao var of þreytt eftir fæðinguna til þess að sinna húnunum. 

Þeir voru strax settir í hitakassa á meðan móðir þeirra endurheimti styrk sinn. Nú eru þeir aftur komnir til móður sinnar. 

„Þetta er kraftaverk og fór fram úr okkar björtustu vonum,“ sagði framkvæmdarstjóri dýragarðsins Dong Guixin í samtali við fréttastofuna AFP. „Það hafa nú liðið 15 dagar og það er það lengsta sem pönduþríburar hafa lifað hingað til.“

Að sögn Dong voru húnarnir getnir náttúrulega eftir að Juxaio var pöruð saman við hinn 17 ára gamla pandabjörn Linlin. 

„Í september á síðasta ári urðu þau nágrannar í garðinum. Þá kynntust þau,“ sagði Dong. 

Samkvæmt upplýsingum frá garðinum eru húnarnir milli 83 og 124 gramma þungir. Í tilkynningu kom fram að móðir og húnar væru í góðu ásigkomulagi. 

Kyn húnanna er ekki vitað fyrr en þeir eru orðnir eldri og verða þeir þá nefndir. 

Þyngsti þríburinn er 124 grömm en sá léttasti 83 grömm.
Þyngsti þríburinn er 124 grömm en sá léttasti 83 grömm. AFP
Móðir húnanna Juxiao.
Móðir húnanna Juxiao. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav