Skipanir Ísraelsmanna „óásættanlegar“

Ísrael/Palestína | 11. maí 2024

Skipanir Ísraelsmanna „óásættanlegar“

Fyrirskipanir Ísraela um brottflutning Palestínumanna úr borginni Rafah eru óásættanlegar að mati Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Skipanir Ísraelsmanna „óásættanlegar“

Ísrael/Palestína | 11. maí 2024

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. AFP/Vyacheslav Oseledko

Fyrirskipanir Ísraela um brottflutning Palestínumanna úr borginni Rafah eru óásættanlegar að mati Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Fyrirskipanir Ísraela um brottflutning Palestínumanna úr borginni Rafah eru óásættanlegar að mati Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Þetta skrifaði hann á samfélagsmiðlinum X í dag en Ísraelsher hefur fyrirskipað Palestínumönnum að yfirgefa fleiri svæði í austurhluta Rafah og á norðurhluta Gasasvæðisins.

Fleiri en 80.000 manns hafa flúið borg­ina Rafah síðan á mánu­dag­inn sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Sam­einuðu þjóðanna.

Vill fá varanlegt vopnahlé

„Fyrirmæli um að flytja óbreytta borgara, sem eru fastir í Rafah, á óörugg svæði eru óásættanleg,“ skrifaði Michel, leiðtogi Evrópuráðsins, sem er fulltrúi 27 aðildarríkja ESB.

Talið er að 1,4 millj­ón­ir manna hafi leitað skjóls í borg­inni eft­ir að árás­ir Ísra­els­manna á Gasa­svæðið hóf­ust í októ­ber. Hafa um 35 þúsund Palestínu­menn fallið í árás­um Ísraelsmanna, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa.

„Við skorum á Ísraelsstjórn að virða alþjóðleg mannúðarlög og hvetjum til þess að ekki verði ráðist í aðgerðir á jörðu niðri í Rafah,“ bætti hann við.

Hann hvatti einnig til þess að reynt yrði að koma á varanlegu vopnahléi.

mbl.is