Jódís gagnrýnir ákvörðun Útlendingastofnunar

Flóttafólk á Íslandi | 14. maí 2024

Jódís gagnrýnir ákvörðun Útlendingastofnunar

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, gagnrýnir ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa þremur nígerískum konum úr landi á Alþingi í dag.

Jódís gagnrýnir ákvörðun Útlendingastofnunar

Flóttafólk á Íslandi | 14. maí 2024

Jódís Skúladóttir.
Jódís Skúladóttir. Ljósmynd/Aðsend

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, gagnrýnir ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa þremur nígerískum konum úr landi á Alþingi í dag.

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, gagnrýnir ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa þremur nígerískum konum úr landi á Alþingi í dag.

Konunum var vísað úr landi í gærkvöldi eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þær eru þolendur mansals og kljást við andlega- og líkamlega sjúkdóma. 

„Ég er fullkomlega miður mín, virðulegi forseti, yfir örlögum þeirra og ég er svo sannarlega ekki ein um það. Það eru takmörk fyrir því hversu lágt við sem samfélag viljum og getum lagst,“ sagði Jódís á Alþingi í dag.

Þá segir Jódís að hún hafi óskað eftir því að ríkislögreglustjóri, kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun komi á fund allsherjar- og menntamálanefndar til að fá skýringar á málinu.

mbl.is