Flóttafólk á Íslandi

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

í fyrradag Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftasöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

17.11. Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Búa við raunverulega hættu heimafyrir

16.11. Útlendingastofnun ætlar að vísa 5 börnum og fjölskyldum þeirra úr landi á næstu dögum. Önnur fjölskyldan er frá Ghana og hefur dvalið hér lengur en í 15 mánuði og lenti að því er virðist fyrir mistök í hælisleitendaferlinu. Hin fjölskyldan er frá Ísrael, þar sem hún bjó við raunverulega hættu. Meira »

Sveigjanleiki hefur kosti og galla

5.11. Sveigjanleiki á vinnumarkaði getur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á ungmenni sem hafa flúið hingað. Erfiður húsnæðismarkaður getur að sama skapi komi í veg fyrir að þau mennti sig. Mörg þeirra hætta námi til þess að veita aðstoð við framfærslu fjölskyldunnar. Meira »

Bros getur breytt heiminum

28.10. Sýrlendingurinn Omran Kassoumeh elskar að hjálpa fólki. Eftir að hafa flúið stríð og fengið dvalarleyfi hérlendis, hóf hann að vinna með sýrlenskum flóttamönnum. Telur hann tungumálið vera lykilinn að samfélaginu. Meira »

Umsóknum um vernd fækkar enn

27.10. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað að undanförnu og útlit fyrir að þær verði færri í október en í september. Í þeim mánuði voru þær 40% færri en í sama mánuði í fyrra. Meira »

Mary og Sunday komin með dvalarleyfi

23.10. Nígerísku hjónin Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary eru komin með dvalarleyfi hér á landi. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson vinur fjölskyldunnar.„Sunday var að hringja í mig alveg í skýjunum til að segja mér fréttirnar,“ segir hann. „Hann fór í morgun og fékk þessa niðurstöðu“ Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

18.10. Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

„Eigum að senda út skýr skilaboð“

15.10. „Við eigum sem þjóð að senda út skýr skilaboð um að við ætlum að leggja okkar af mörkum vegna flóttamannavandans,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Meira »

Mál Hanyie tekið til efnismeðferðar

10.10. Mál afgönsku feðginanna Abrahim og Hanyie Maleki verður tekið til efnismeðferðar. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna. Nú þegar úrskurðað hefur verið að málið skuli tekið til efnismeðferðar þá eykur það, að sögn Guðmundar Karls, líkur á því að þau fái hæli hér á landi. Meira »

Íslenskan er hans mál

30.9. Halldór Nguyen var 25 ára gamall þegar hann kom hingað til lands fyrir 38 árum. Hann er farinn að hugsa á íslensku enda hefur hann búið lengur á Íslandi en í Víetnam. „Þetta gerist ósjálfrátt,“ segir Halldór. Meira »

Ekkert í lögunum eykur hættu á mansali

27.9. Lögfræðingur Rauða krossins hefur ekki áhyggjur því að hætta á mansali skapist með breytingum sem gerðar voru til bráðabirgða á útlendingalögum í gær, líkt og dómsmálaráðherra hefur talað um. Meira »

Sækja um endurupptöku

27.9. Óskað verður eftir endurupptöku á málum Hanyie Maleki og Mary Lucky hjá kærunefnd útlendingamála. Þetta staðfesta lögmenn þeirra beggja við mbl.is. Alþingi samþykkti í nótt frum­varp­ um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

24.9. Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Kom hingað til að lifa af

23.9. Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

„Það vissi enginn hvað var í gangi“

18.11. „Við erum með þjónusturekstur og ég sé ekki að þetta fari saman,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hárgreiðslukona á Klipphúsinu að Bíldshöfða 18. Meira »

Hælisumsóknum fækkaði mjög í haust

17.11. Hælisleitendum sem koma til Íslands og eru frá löndum sem teljast örugg hefur fækkað mjög að undanförnu.  Meira »

Þriðjungsfækkun umsókna um vernd

14.11. Umsækjendum um alþjóðlega vernd fækkaði um þriðjung á milli mánaða og eru flestir umsækjendur frá Georgíu og Albaníu. 63% umsækjenda um vernd á Íslandi í september koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Meira »

Búa við ótta og óöryggi

3.11. Þær hafa áhyggjur af því að vera vísað úr landi og þær búa við lítið húsnæðisöryggi. Ein þeirra hefur þurft að flytja tíu sinnum á fimm árum með börn sín. Þær hafa lítið aðgengi að heilsugæslu og hafa upplifað að seint er gripið inn í veikindi. Meira »

Stríðir ekki gegn alþjóðareglum

28.10. „Markmið okkar með þessu er að byggja upp þekkingu á málaflokknum þannig að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái sérhæfða þjónustu,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

23.10. Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Grátbiðja um að fá að vera hér áfram

20.10. „Við viljum bara búa á Íslandi,“ segir Nasr Mohammed Rahim. Blaðamaður hittir hann, eiginkonu hans, Sobo Anwar Hasan, og ungt barn þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem þau dvelja. Dvölinni lýkur þó eftir nokkra daga en umsókn þeirra um hæli á Íslandi var endanlega hafnað fyrir tveimur vikum. Meira »

Vísar mótmælum til föðurhúsanna

16.10. „Ég er ósammála þessari framsetningu og finnst ekki við hæfi að blanda saman þessum óskyldu málaflokkum,“ segir Páll Magnússon. Meira »

Skiptar skoðanir á fjölgun innflytjenda

12.10. Um 60% Íslendinga telja innflytjendur hafa góð áhrif á efnahag landsins en næstum jafnmargir vilja auka fjölda þeirra sem hingað koma og vilja draga úr honum. Þeir sem eiga í persónulegum tengslum við innflytjendur eru jákvæðari en aðrir í þeirra garð. Meira »

Fólkið gerði líf okkar bærilegt

1.10. Rosemary Atieno Odhiambo og Paul Ramses Oduor búa í Hafnarfirði ásamt börnum sínum, Fidel Smára og Rebekkah Chelsea sem eru 9 og 7 ára. Börnin eru bæði fædd hér en Rosemary og Paul eru bæði frá Kenýa Sú velvild sem þau fundu hjá Íslendingum gerði líf þeirra bærilegt á dimmum dögum í þeirra lífi. Meira »

Á ekki afturkvæmt til Íraks

30.9. Mohammed Salam al-Taie kom heldur óvenjulega leið til Íslands þar sem hann kom hingað frá Kína. Þar hafði hann búið í nokkur ár. Ekki var óhætt fyrir hann að snúa aftur til Íraks og því sá hann tvo kosti í stöðunni. Sækja um alþjóðlega vernd í Kanada eða Íslandi. Meira »

Hvaða áhrif hafa útlendingalögin?

27.9. Breytingar á útlendingalögum sem samþykktar voru á Alþingi í gær koma hugsanlega til með að hafa áhrif á tuga barna hér á landi og fjölskyldur þeirra, sem hafa dvalið hér í ákveðinn tíma, en ekki fengið úrlausn sinna mála. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

24.9. Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

23.9. Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

20.9. Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »