Flóttafólk á Íslandi

Rúmlega helmingur frá Georgíu

Í gær, 13:03 Rúmur helmingur þeirra sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í júlí er frá Georgíu. Alls sóttu 123 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi í mánuðinum. Búist er við að alls sæki 1.700 til 2.000 um alþjóðlega vernd á Íslandi í ár. Meira »

Allt eða ekkert hjá Guðfinnu

8.8. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, mun annað hvort víkja af vettvangi borgarmála næsta vor eða sækjast eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins. Hún segir ákvörðun sína ekki tengjast ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, núverandi oddvita. Meira »

Ósáttir við ummæli Sveinbjargar

3.8. Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna mótmælir harðlega ummælum Sveinbjargar Birnu oddvita Framsóknar og flugvallarvina er tengjast menntun barna hælisleitenda hér á landi og vísar sambandið til ályktana flokksþings. Meira »

Vísað úr landi eftir fjóra daga

14.7. Sa­bre-fjöl­skyld­unni verður vísað úr landi eftir fjóra daga; þriðjudaginn 18. júlí næstkomandi. Tæpt ár er síðan fjölskyldan kom hingað til lands til að sækja um hæli, eftir að hafa verið á flótta í ár. Á mánudag var þeim tilkynnt að umsókn þeirra hefði verið hafnað. Meira »

Undirbúa komu 50 flóttamanna

8.7. Von er á sjö manna fjölskyldu sýrlenskra flóttamanna til landsins síðar á árinu. Í byrjun þess næsta er von á fimmtíu kvótaflóttamönnum til viðbótar. Meira »

Fékk ekki að kveðja börnin sín

21.6. Hinum nígeríska Eugene Osaramaese hefur verið vísað úr landi, án þess að hafa fengið að kveðja fjölskyldu sína. Mbl.is fjallaði um mál hans fyrr í dag, en mótmælt var fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu klukkan 11 í morgun. Meira »

Stefna á að taka við fleiri flóttamönnum

13.6. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra ítrekaði á fundi sínum með framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í gær þá stefnu íslenskra stjórnvalda að taka á móti fleiri flóttamönnum á næstu árum en gert hefur verið til þessa. Meira »

Mótmæltu brottvísun fjölskyldu úr landi

13.5. Nokkrir mótmælendur komu saman við Alþingi í dag og mótmæltu því að vísa eigi Sid Ahmed Haddouche og fjölskyldu hans úr landi á grundvelli Dyflinnarreglunnar. Meira »

Óttast að verða send til Íraks

30.4. Sabre-fjölskyldan stendur frammi brottvísun úr landi og verður líklega send aftur til Íraks þar sem framtíð hennar er óljós. Þau höfðu verið á flótta í ár áður en þau komu til Íslands fyrir ári síðan til að sækja um hæli en á mánudag fengu þau skilaboð um að umsókn þeirra hefði verið hafnað. Meira »

„Verst að geta ekki hjálpað þeim“

16.4. Á annað hundrað almennir borgarar voru drepnir í einni árás í Sýrlandi í gær. Á hverjum degi deyja þar börn og fullorðnir sem enga sök eiga á stríðinu. Khatt­ab al-Mohammad flúði ásamt fjölskyldu sinni heimalandið fyrir fimm árum og hélt að þau myndu snúa fljótlega heim til Aleppo. Raunin er önnur. Meira »

Kristján stýrir nefnd um málefni flóttafólks

4.4. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nefnd sem kortleggja á núverandi þjónustu við þá sem fengið hafa stöðu flóttafólks eftir hælismeðferð og gera tillögu að samræmdu móttökukerfi fyrir flóttafólk. Kristján Sturluson er formaður nefndarinnar. Meira »

196 umsækjendur fluttir úr landi

25.3. Á þessu ári hafa 196 umsækjendur um alþjóðlega vernd (áður kallaðir hælisleitendur) verið fluttir frá Íslandi.  Meira »

Ömurlegt afmæli

15.3. Stríðið í Sýrlandi hefur geisað í sex ár í dag. Ömurlegur afmælisdagur, segir Anna Shea, lögfræðingur hjá Amnesty International. Hún segir að samningur Evrópusambandsins við Tyrkland sé brot á lögum og ef afstaða ESB breytist ekki mun flóttamannasáttmáli SÞ líða undir lok. Meira »

Um 170 umsóknir komnar

11.3. „Þetta fólk getur ekki snúið aftur heim því ástandið í Írak virðist fara versnandi. Ef önnur lönd halda áfram að synja þessum hópi um hæli má búast við að þeir komi í meira mæli hingað,“ segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins. Meira »

Óttast synjun en halda samt í vonina

3.3. Þau börn sem hingað koma sem hælisleitendur hafa mörg verið á flótta í langan tíma og Ísland er jafnvel þriðja eða fjórða viðkomulandið, eftir að hafa fengið synjun annars staðar. Börnin eru líka oft meðvituð um að þeim verður líklega einnig synjað um vernd hér á landi, en halda samt í vonina. Meira »

Of lítið áætlað til útlendingamála

12.8. Gert er ráð fyrir að framlög ríkisins til málefna útlendinga og hælisleitenda verði tvöfalt hærri en áætlað var við fjárlagagerð. Meira »

Taka undir gagnrýni á Sveinbjörgu

8.8. Stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík – SIGRÚN – lýsir yfir vantrausti á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Flugvallarvina. Meira »

Talið að flestir fari úr landi en sumir séu í felum

31.7. Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir hælisleitenda, sem synjað hefur verið um hæli hér á landi síðustu ár, eru niðurkomnir. Vísbendingar eru um að sumir þeirra séu hér í felum og stundi svarta atvinnustarfsemi. Meira »

Ahmadi-fjölskyldan er hólpin

12.7. Ahmadi-fjölskyldan frá Afganistan, sem sótti um hæli hér á landi í desember árið 2015, hefur fengið bestu mögulegu niðurstöðu í sitt mál hjá Útlendingastofnun: Alþjóðlega vernd til fjögurra ára. Meira »

„Þetta virkar mjög ómannúðlegt“

22.6. „Ég tel að Útlendingastofnun hafi ekki kynnt sér málið nægilega vel og ekki haft mannúðarsjónarmið að leiðarljósi,“ segir Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Eugene og Reginu Osaramaese, en Eugene var vísað úr landi í gær frá barnsmóður sinni og þremur ungum börnum. Meira »

„Hættum að líta á flóttafólk sem byrði“

13.6. „Við eigum að breyta sýn okkar þannig að við hættum að líta á flóttafólk sem byrði og metum þess í stað það sem fólkið getur lagt til samfélagsins,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, í ávarpi á ingi Alþj´joðavinnumálastofnunarinnar í dag. Meira »

Hvetja flóttafólk til þátttöku í atvinnulífinu

24.5. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu ásamt Rauða krossinum á Íslandi standa fyrir örnámskeiði fyrir flóttafólk á Íslandi um störf í íslenskri verslun og við þjónustustörf. Meira »

Hælisumsókn Ezes hafnað

11.5. „Ég hyggst bera þessa ákvörðun Útlendingastofnunar undir kærunefnd útlendingamála,“ segir Katrín Theodórsdóttir, lögmaður Nígeríumannsins Ezes Okafor sem óskað hefur eftir hæli hér á landi af mannúðarástæðum. Útlendingastofnun hefur nú hafnað umsókninni. Meira »

260 hafa sótt um vernd í ár

25.4. Alls sóttu 223 einstaklingar um alþjóðlega vernd hér á landi á fyrsta ársfjórðungi og er það rúmlega 60% fjölgun milli ára. Það sem af er aprílmánuði hafa um 40 einstaklingar sótt um vernd og er heildarfjöldi umsókna á fyrstu 15 vikum ársins því kominn yfir 260. Flestir þeirra eru af Balkanskaganum. Meira »

Starfsskilyrði lögmanna forkastanleg

9.4. Starfsskilyrði lögmanna eru forkastanleg þegar kemur að meðferð innflytjendamála. Þetta sagði Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, á fundi félagsins á föstudag. Benti hann á að þegar lögmenn fái mál hælisleitenda í hendur sé kærunefnd yfirleitt þegar búin að úrskurða í málum þeirra. Meira »

Ungir Píratar ósáttir við aðbúnað flóttafólks

30.3. Ungir Píratar krefjast þess að íslensk stjórnvöld og Útlendingastofnun bæti aðstöðu flóttafólks og hælisleitenda hér á landi. Meira »

„Ég á ekkert heimili í dag“

19.3. Tæpt ár er nú liðið síðan Nígeríumanninum Eze Okafor var vísað úr landi á meðan umsókn hans um hæli hér af mannúðarástæðum yrði tekin fyrir. Enn hafa engin svör borist frá Útlendingastofnun. Hann biðlar til Íslendinga um að standa með sér og öðrum í sömu sporum. Meira »

645 kvótaflóttamenn frá árinu 1956

14.3. Ísland hefur tekið á móti 645 kvótaflóttamönnum frá árinu 1956, þar af 194 síðasta áratuginn. 96 kvótaflóttamenn hafa komið hingað síðan í september 2015 þegar ríkisstjórnin samþykkti að verja tveimur milljörðum króna til flóttamannamála. Meira »

Flóttamenn þurfa meiri íslenskukennslu

5.3. Um 10 árum eftir að kólumbískar konur komu til Reykjavíkur sem kvótaflóttamenn árin 2005 og 2007 með börnum sínum var helmingur þeirra orðinn óvinnufær. Innan fárra mánaða eftir komuna voru þær allar komnar með vinnu en um fimm árum síðar tók að halla undan fæti fyrir sumar. Meira »

Mæðgurnar fá hæli á Íslandi

2.3. Af­gönsku mæðgurn­ar Torpikey Farrash og Mariam Raísi, fengu í gær hæli og vernd á Íslandi. Þær hafa verið á flótta í fjölmörg ár en þeim var neitað um hæli hér á landi af Útlendingastofnun í ágúst í fyrra. Konur úr ólíkum áttum hafa frá því í fyrra barist fyrir því að mæðgurnar fengju vernd hér. Meira »