Leitað að líkamsleifum fórnarlamba IRA

Leitað á strönd á Írlandi að líki 10 barna móður …
Leitað á strönd á Írlandi að líki 10 barna móður sem IRA myrti fyrir 30 árum. Reuters

Lögregla á Írlandi hélt í morgun áfram að leita að jarðneskum leifum Jean McConville, tíu barna móður sem Írski lýðveldisherinn, IRA, myrti fyrir þrjátíu árum eftir að hún varð uppvís að því að hafa hjálpað særðum breskum hermanni.

Börn konunnar, sem komið var fyrir í fóstur víðs vegar og þekkjast því varla, hittust um helgina á staðnum þar sem móður þeirra er leitað á afskekktri strönd miðja vegu milli Belfast og Dublin. Sjö annarra fórnarlamba IRA er leitað. Samtökin komu nýlega á framfæri upplýsingum um líklega greftrunarstaði og hófst uppgröftur á fjórum svæðum um helgina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert