Danskt sæði það slappasta í Evrópu

Danskir karlmenn koma illa út úr sæðisrannsókn sem gerð var …
Danskir karlmenn koma illa út úr sæðisrannsókn sem gerð var í flestum Evrópulöndum. mbl.is/Ásdís

Danir skrapa botninn í könnun sem gerð var á gæðum sæðis hjá evrópskum karlmönnum, vísindamenn telja að ástæðan gæti verið efnafræðileg og að óæskileg efni í umhverfinu gætu átt sök á slappleikanum.

Könnunin sem tók til allflestra Evrópulanda hefur komist að þeirri niðurstöðu að Danir eigi óvenju erfitt með að geta börn. Fjórir af hverjum tíu dönskum karlmönnum eru ekki með fullnægjandi sæðisgæði og tveir af hverjum tíu þurfa mikla slembilukku ef þeir ætla að verða feður án aðstoðar læknisfræðinnar.

„Þetta er að sjálfsögðu áhyggjuefni. Það lítur heldur ekki út fyrir að þessar tölur komi til með að breytast á næstunni,” sagði Poul Bjerregaard í viðtali við Berlingske Tidende en hann er prófessor við Syddansk háskóla.

Bjerregaard grunar að óæskileg efni í umhverfinu gætu verið orsökin en hann hefur ekki neinar haldbærar sannanir fyrir sér í þeim efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert