Mikil flóð í Norður-Kóreu

Að minnsta kosti 121 hafa látið lífið og 127 er saknað eftir miklar rigningar og flóð í Norður-Kóreu fyrr í þessum mánuði. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðfest tölu látinna en samkvæmt upplýsingum hjálparstofnana í landinu leyfa yfirvöld ekki að farið sé fram á alþjóðlega neyðaraðstoð vegna hamfaranna. “Ríkisstjórnin hefur gert okkur skýra grein fyrir því að við megum ekki kalla eftir alþjóðlegri hjálp,” segir John Bales, fulltrúi Rauða krossins og Rauða hálfmánans í landinu. “Þeim finnst þeir ekki þurfa á því að halda og telja sig geta komist af með það sem til er í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert