Koizumi segir gagnrýni á helgistaðaheimsókn hans barnalega

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ber blómsveig að minnismerki um Japana …
Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ber blómsveig að minnismerki um Japana sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. AP

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, baðst í dag fyrir við Yasukuni helgidóminn en þar er m.a. minnismerki um Japana sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni. Árlegar heimsóknir forsætisráðherrans í helgidóminn hafa verið harðlega gagnrýndar af nágrannaþjóðum Japana, sem sættu hernámi þeirra í stríðinu, og mótmæltu yfirvöld í Kína og Suður-Kóreu heimsókn hans þangað formlega.

Koizumi, sem lætur af embætti í næsta mánuði, heimsótti helgistaðinn fyrst árið 2002 og hefur farið þangað árlega síðan. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hann heimsækir staðinn þann 15. ágúst en þann dag viðurkenndu Japanar ósigur sinn í síðari heimsstyrjöldinni.

„Fólk gagnrýnir mig og segir mér að gera ekkert til að styggja Kína og Suður-Kóreu en ég held ekki endilega að það sé rétt.,” sagði Koizumi eftir heimsóknina. „Ef Bush og bandaríkin segja mér að fara ekki, af hverju ætti ég ekki að fara? Ég myndi fara jafnvel þótt það kæmi til en Bush forseti myndi aldrei segja neitt svo barnalegt?”

Þá sagði hann að jafnvel þótt hann færi ekki þangað þann 15. ágúst yrðu alltaf einhverjir til að gagnrýna sig vegna málsins. „Þar sem álitamálið er það sama hvaða dag sem ég fer þá finnst mér það vera við hæfi að fara í dag,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert