Páfagarður og íhaldssamir trúarhópar í Bandaríkjunum sagðir hamla öruggu kynlífi

Benedikt XVI. páfi á allraheilagramessu í Péturskirkjunni í Páfagarði í …
Benedikt XVI. páfi á allraheilagramessu í Péturskirkjunni í Páfagarði í dag. Reuters

Páfagarður og íhaldssamir trúarhópar í Bandaríkjunum eru sagðir hamla störfum þeirra sem koma vilji í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma og auka notkun eða aðgengi fólks að getnaðarvörnum. Einnig berjist Páfagarður og þessir hópar eða stofnanir gegn fóstureyðingum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknarskýrslu en einn höfunda hennar, Anna Glasier, segir hluta af vandanum hversu mikil áhrif Bandaríkin hafi á heimsvísu.

,,Vandamálið er ekki endilega að vald hinna íhaldssömu færist í aukana, heldur að þau lönd, þar sem íhaldssemi er mikil, eru áhrifamikil á heimsvísu," segir Glasier. Páfagarður eigi einnig stóran þátt í því að hefta framför vísinda í þessum efnum. Á hverju ári smitist 340 milljónir manna af lekanda, sárasótt, klamidíu eða trichomonas kynsjúkdómnum. Fleiri en 120 milljónir para þurfa á getnaðarvörnum að halda og 80 milljónir kvenna verði þungaðar gegn vilja sínum árlega.

Þá er talið að 19 milljónir kvenna láti eyða fóstrum með hættulegum aðgerðum sem dragi 70.000 þeirra til dauða. Ódýrar leiðir séu færar til að stemma stigu við þessu en viljann skorti til þess. Richard Horton, ritstjóri læknaritsins Lancet, tekur undir þetta. Hann segir pólitískar ástæður liggja að baki því að Bandaríkin hafi brugðið fæti fyrir áætlanir sem ætlað var að bjarga lífum kvenna sem verða þungaðar gegn vilja sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert