Spá fækkun Þjóðverja um allt að 16% til 2050

Þýskar stúlkur í búningum kenndum við Boden-vatn.
Þýskar stúlkur í búningum kenndum við Boden-vatn. Retuers

Þjóðverjum mun fækka um allt að sextán prósent fram til 2050 vegna lækkandi fæðingatíðni, samkvæmt opinberri spá sem birt var í dag. Meðalaldur fer ennfremur hækkandi í Þýskalandi, að því er hagstofan þar í landi segir, og má af því álykta að þrýstingur á velferðarkerfið komi til með að aukast.

Í spá þýsku hagstofunnar segir að íbúum landsins muni fækka úr 82,4 milljónum, sem þeir eru nú, í á bilinu 69-74 milljónir fram til 2050. Fæðingatíðni er nú 685.000 á ári, en mun fara niður í um hálfa milljón.

Í spánni er gert ráð fyrir að barneignir verði áfram 1,4 börn á hverja konu, eins og nú er, og að árlega flytjist á bilinu 100 til 200 þúsund manns til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert