Forseti Mexíkó svarinn í embætti á miðnætti

Felipe Calderón.
Felipe Calderón. Reuters

Felipe Calderón, sem nýlega var kjörinn forseti Mexíkó, sór embættiseið í athöfn, sem haldin var á miðnætti að þarlendum tíma. Ekki var skýrt frá athöfninni fyrirfram til að draga úr líkum á mótmælaaðgerðum en mikil spenna hefur verið í landinu frá því forsetakosningar voru haldnar í júlí og nánast engu munaði á Calderón og Andrés Manuel Lopéz Obrador, frambjóðanda vinstrimanna, sem hefur neitað að viðurkenna ósigur.

Sýnt var beint frá athöfninni í sjónvarpi. Þar afhenti Vicente Fox, fráfarandi forseti, Calderón fána Mexíkó og þeir sungu þjóðsöng landsins saman. Nýir ráðherrar voru einnig viðstaddir. Calderón hefur boðað komu sína í þinghús landsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert