Geislavirka efnið sem fannst í Hamborg „að öllum líkindum“ pólóníum

Þýsk yfirvöld greindu frá því í dag að geislavirka efnið sem fannst á heimilum sem tengiliður Alexander Lítvínenkos sé „að öllum líkindum“ pólóníum-210.

„Við höfum fundið lítið magn af geislavirku efni á nokkrum heimilum sem er að öllum líkindum pólóníum-210,“ sagði talsmaður geislavarna Þýskalands, en það er afar geislavirkt efni sem dró fyrrum rússneska njósnarann til dauða.

Þýska lögreglan sagði í gær að hún hefði fundið leifar geislavirks efnis í íbúð fyrrum eiginkonu kaupsýslumannsins Dimitry Kovtun í Hamborg. Þá fannst efnið einnig á heimili fyrrum tengdamóður hans í bænum Haselau, sem er skammt frá borginni.

Kovtun er einn af þremur Rússum sem hittu Lítvínenko í London þann 1. nóvember stuttu áður en að hann varð veikur af völdum geislavirkni.

Þýskir lögreglumenn sjást hér standa vörð fyrir framan íbúðina í …
Þýskir lögreglumenn sjást hér standa vörð fyrir framan íbúðina í Hamborg sl. föstudag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert