Þrír ferðamenn slösuðust í snjóflóði í Týrol

Frá björgunaræfingu í austurrísku Ölpunum fyrir nokkrum árum.
Frá björgunaræfingu í austurrísku Ölpunum fyrir nokkrum árum. AP

Þrír tékkneskir ferðamenn grófust í snjóflóði í austurrísku Ölpunum í dag og slasaðist einn þeirra lífshættulega.

Flóðið féll í Gurgler Ferner í Týrol. Tveir ferðamannanna gátu grafið sig út af sjálfsdáðum og grófu svo þann þriðja út, en hann var alvarlega slasaður. Hinir tveir hlutu minniháttar meiðsl.

Hinn slasaði var fluttur með þyrlu á sjúkrahús.

Snjóflóð eru tíð í Ölpunum og á ári hverju látast eða slasast tugir skíðamanna, snjóbrettafólks og göngufólks af þeim völdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert