Hægri öfl í Ísrael njóta aukins fylgis skv. nýrri skoðanakönnun

Kadima-flokkur Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, myndi fá 18 þingsæti nú …
Kadima-flokkur Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, myndi fá 18 þingsæti nú miðað við þau 29 sem hann hefur nú skv. skoðanakönnuninni. AP

Helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Ísrael á hægri vængnum, Likud-bandalagið, hefur sótt í sig veðrið að undanförnu á sama tíma og mikillar óánægju gætir meðal Ísraela í garð ríkisstjórnar Ehuds Olmerts, forsætisráðherra landsins. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun myndi Likud vera sigurvegari kosninga ef kosið væri nú.

Likud myndi fá 32 sæti á Ísraelsþinginu sem telur 120 sæti. Í dag er flokkurinn hinsvegar með 11 sæti. Þetta kemur fram í ísraelska dagblaðinu Yediot Aharonot.

Kadima-flokkur Olmerts myndi fá 18 þingsæti sem er talsvert fall frá þeim 29 sætum sem flokkurinn hefur núna. Helsti samstarfsflokkur Kadima í ríkisstjórn landsins, Verkamannaflokkurinn, myndi fá 12 sæti miðað við þau 20 sem hann hefur nú.

Fram kemur í könnuninni að Verkamannaflokknum, sem er helsti frjálslyndi flokkur landsins, myndi farnast betur ef hann myndi losa sig við leiðtoga sinn og hinn óvinsæla varnarmálaráðherra landsins, Amir Peretz.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert