Dauðadómur yfir Saddam Hussein staðfestur

Saddam Hussein lætur skammirnar dynja á dómara í réttarsal í …
Saddam Hussein lætur skammirnar dynja á dómara í réttarsal í Bagdad. Reuters

Áfrýjunardómstóll í Írak vísaði í dag frá áfrýjun á dauðadómi yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta. Ráðgjafi Íraka í þjóðaröryggismálum, Mouwafak al-Rubaie, segir dómstólinn hafa staðfest þann dóm að Hussein skuli hengdur.

Hussein var dæmdur til dauða 5. nóvember síðastliðinn fyrir að skipa fyrir um að 148 sjítar skyldu teknir af lífi árið 1982. Ástæðan var sögð banatilræði á hendur Hussein.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert