Segir Kastró ekki með krabbamein

Hugo Chavez, forseti Venesúela, heimsótti Kastró í ágúst í sumar.
Hugo Chavez, forseti Venesúela, heimsótti Kastró í ágúst í sumar. Reuters

Spænski skurðlæknirinn José Luis García Sabrido sagði í dag, að Fídel Kastró, forseti Kúbu, væri ekki með krabbamein og að forsetinn væri að ná sér eftir alvarlega aðgerð í sumar. Sabrido var fluttur með flugvél Kúbustjórnar frá Spáni til Havana sl. fimmtudag til að skoða Kastró en er nú kominn aftur til Spánar.

„Hann er ekki með krabbamein. Það stendur ekki til að gera frekari aðgerðir á honum eins og stendur. Ástand hans er stöðugt og hann er að ná sér eftir mjög alvarlega aðgerð," sagði læknirinn við fréttamenn í Madrid í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert