John Edwards ætlar fram í forsetakosningum 2008

John Edwards, fyrrverandi varaforsetaefni demókrata, ætlar að bjóða sig fram í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008. Þetta kom fram í viðtali við Edwards á NBC sjónvarpsstöðinni í dag.

Edwards er þriðji demókratinn sem tilkynnir framboð sitt sem fulltrúi flokksins í forsetakosningunum eftir tvö ár. Þegar hafa Tom Vilsack, ríkisstjóri í Iowa, og Dennis Kucinich, þingmaður Ohio í fulltrúadeildinni, tilkynnt um framboð en einnig er þess vænst að Barack Obama og Hillary Clinton, muni óska eftir því að hljóta tilnefningu sem forsetaframbjóðandi demókrata.

John Edwards var varaforsetaefni demókrata þegar John Kerry var forsetaefni flokksins en Edwards tapaði í forvali flokksins fyrir Kerry.

John Edwards
John Edwards Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka